Það hefur aldrei verið friður um frumvörp til stjórnskipunarlaga...

... en það hefur yfirleitt verið víðtæk sátt um að svæfa þau í nefnd, s.s. 1994, 1997/8 og 2007, sem heitir á dulmáli að vísa til 2. umræðu með samþykki allra nema fjarstaddra...


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hvað með öll hin árin sem henni var breytt í sátt allra flokka ?

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 19:20

2 identicon

Láttu heyra.

Græna loppan (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Tók gildi 17. júní 1944. Breytt með l. 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), l. 9/1968 (tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995), l. 100/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999).

Ég fékk þetta upp með því einu að leita að stjórnarskrá á www.althingi.is mig rámar þó í að hafa séð meira um breytingar sem væru fleiri en þetta.

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 20:53

4 identicon

Flott, en slóðirnar virka ekki. Árið 1984 er það kjördæmaskipan (23/7). Árið 1991 eru það þingsköp. Árið 1995 eru það mannréttindaákvæðin (ein breytingartillagan bætir við einu orði í 65. grein) og enn árið 1995 endurskoðun ríkisreikninga og kjördagur. 1999 er það enn á ný kjördæmaskipan (42/7 og 8 greiddu ekki atkvæði). Það er helst kjördæmaskipan eða kosningalög sem taka á en umræður eru oftast líflegar og það þótt flokkar reyni að semja sig saman.

En hver var breytingin 1959 og 1968? Ekki viss.

Það hefur oft verið reynt að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu, margbúið að reyna við 79. grein, reynt hefur verið við stjórnlagaþing, að afnema þingsetu ráðherra (sé þingmaður skipaður ráðherra skal hann víkja úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi og tekur varamaður hans sætið á meðan; samþykkt en svæft í nefnd), við samráð við Alþingi um stuðning við stríð (samþykki Alþingis þarf að liggja fyrir áður en heitið er þátttöku eða stuðningi Íslands í stríði gegn öðru ríki; samþykkt en svæft í nefnd), landið eitt kjördæmi (náði ekki nefnd), afnám embættis forseta Íslands (samþykkt en svæft í nefnd) o.s.frv.

Græna loppan (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband