Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðismenn hafa aldrei viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt eða neitt

... hví núna?
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 ár er of langur tími

Það er sjaldan gott að kjörnir fulltrúar hreiðri um sig. Greinilegt að hagsmunaárekstrar eru þónokkrir og hafi verið lengi. Bæjarstjórn á ekki að vera fjölskyldufyrirtæki.

Það vekur furðu í ljósi þess sem á undan er gengið að bæjarstjórinn skuli ekki þakka fyrir sig og fara. Einkennilegt einnig að hann skuli ekki einfaldlega benda á sínu góðu verk fyrir bæinn og biðjast afsökunar á þessum "klaufaskap" sem skyggir á allt annað í hans störfum. Það myndi gera hann mann að meiri. Upphrópanir hans og hinna teiknar upp mynd af klíku og það gengur ekki í bæjarstjórn. Það getur öllum orðið á en það gerir illt verra að gera sér ekki grein fyrir því. Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil.


mbl.is Stuðningur orðum aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri til of mikils mælst að biðja um að vitnað sé í alþingisvefinn?

Líklega besta vef landsins... Alþingisvefurinn. Bein útsending frá Alþingi í sjónvarpinu og á alþingisvefnum.

Sjá einnig: Í heyranda hljóði.


mbl.is Skriflegt samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er ekki peningastefnunefndin

Hvaða rugl er þetta. "Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd."


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að berja á þeim sem reyna...

Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að skilja þá aðför sem gerð er að viðskiptaráðherra í bloggheimum.

Heldur fólk virkilega að þetta sé leiðin? Ástandið er ekki gott, það vita allir, en þessi aðferð leysir ekkert og er ekki neinum til sóma.

Ég lýsi hér með stuðningi við þann blóraböggul sem menn hafa fundið sér.


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Rögnu?

Verður hún ekki áfram?
mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago 1886 og Fourmies 1891

Árið 1884 þingaði bandarískt verkalýðsfélag (American Federation of Labor) í Chicago og gaf það sér tvö ár til að ná fram átta stunda vinnudögum. Til baráttunnar varð 1. maí  1886 fyrir valinu enda 1. maí nokkuð táknrænn dagur, almennt upphaf bókhaldsárs og endurnýjun launasamninga. Þónokkrir náðu takmarkinu en langt frá því allir. Um 340 þúsund verkamenn fóru því í verkfall. Í kröfugöngu 3. maí féllu þrír og daginn eftir undir lok kröfugöngu þegar flestir voru farnir og aðeins um 200 eftir og annað eins af löggum sprakk sprengja og um 15 féllu í lögregluliði. Þrír verkalýðsleiðtogar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og fimm aðrir hengdir 11. nóvember 1886 þrátt fyrir takmarkaðar sannanir. Þremenningarnir voru náðaðir nokkrum árum seinna.

Þremur árum síðar, í júní 1889, þingar alþjóðasamband sósíalista í París á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar. Ákveðið var að velja sameiginlegan dag til baráttunnar fyrir átta stunda vinnudegi um heim allan en algengt var að unnið væri 10 til 12 tíma á dag. Fyrir valinu varð 1. maí.

Það dregur til tíðinda 1. maí 1891 í bænum Fourmies í Norður-Frakklandi þegar skotið er með splunkunýjum byssum á ósköp friðsama 1. maí göngu. Tíu falla, þar af átta yngri en 21 árs. Ein þeirra sem féll var hvítklædd verkakona með fangið fullt af blómum. Harmleikurinn festir baráttudaginn í sessi í Evrópu. Í friðarsamningunum í Versölum árið 1919 var átta stunda vinnudagur festur í lög eða 48 stunda vinnuvika (laugardagurinn er talinn með).

Síðan þá er dagurinn almennur baráttudagur.

Árið 1920 gerir Lenín 1. maí að frídegi og fylgja önnur lönd smám saman eftir. Árið 1933 gerir... Hitler 1. maí að launuðum frídegi. 1. maí verður frídagur og fête du travail í Frakklandi árið 1941 og var það gert til að fá verkamenn til að styðja Vichy-stjórnina. Dagurinn verður þó ekki launaður frídagur í Frakklandi fyrr en 1947.

Árið 1890 var rauður þríhyrningur barmmerki í 1. maí göngum í Frakklandi sem tákn fyrir atvinnu, svefn og frístundir. En fyrst 1907 var vorblóm höfuðborgarsvæðisins táknblóm í 1. maí kröfugöngu í París, le muguet (sem er víst dalalilja á íslensku). Blómið er selt á götum úti um allt Frakkland 1. maí.

Það er sterk mótmælahefð í Frakklandi og mæta oft tvær til þrjár kynslóðir saman í kröfugöngur. Á þeim dögum skapast mikil og sterk samstaða. Vinnufélagar og kunningjar hittast og bera saman bækur sínar. Það er sjálfsagt mál að mótmæla í Frakklandi og getur engin ríkisstjórn lokað fyrir þeim eyrunum þótt það hafi sannarlega verið reynt. Viðbrögðin láta þá ekki á sér standa.

Heimild m.a. :
Herodote


mbl.is Kröfugangan lögð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðabirgðamat á aðildarhæfni...

Hvað sem hver og einn hugsar sér í aðildarmálum, uppfyllir Ísland ekkert skilyrði eins og er varðandi þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU)...

Fyrsta skrefið gæti þó einfaldlega orðið bráðabirgðamat á aðildarhæfni Íslands sem framkvæmdastjórn ESB myndi gera.

Annað skrefið væri lítið vandamál því með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland þegar tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB. Þó ber þess að geta að EES-samningurinn tekur ekki til sjávarútvegsmála að öðru leyti en því sem kveðið er á með sjávarafurðir... í samningnum er því ekki hróflað við óskoruðum yfirráðum Íslendinga yfir fiskimiðum við landið. Það sama á við um Norðmenn og fiskimið þeirra. Landbúnaði og sjávarútvegi var, að ósk Íslands og Noregs, haldið utan við samninginn.

Það væri ekki fyrr en í framhaldinu sem eiginlegar aðildarviðræður ættu sér stað...

Við ættum væntanlega samleið með hinum Norðurlöndunum... Danir gengu í Evrópusambandið (ESB) árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995. Aðeins eitt Norðurlandanna, Finnland, er í efnahags- og myntbandalaginu (EMU), þ.e. aðeins þeir eru með evruna, enn sem komið er.

Norðmenn eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Íslendingar en þeir sögðu nei við aðild að ESB um árið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Án þeirra væri þó afar erfitt að ímynda sér aðild að ESB vegna sameiginlegra hagsmuna Íslands og Noregs, m.a. i sjávarútvegsmálum.

Meirihluta þingmanna Evrópuþingsins (EÞ) þarf til að samþykkja nýjan aðildarsamning.

Hvert aðildarríki fer með forsæti í ráðherraráðinu í sex mánuði í senn en það er valdamesta stofnun ESB og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta hagsmuna sinna. Ráðherraráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu. Hvert aðildarríkjanna á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig sitja umhverfisráðherrar fundi ráðsins um umhverfismál o.s.frv.

Leiðtogaráð ESB er æðsti vettvangur ákvarðanatöku og samninga í ESB, jafnvel þótt það sé ekki stofnun ESB í lagalegum skilningi. Það er skipað þjóð- og ríkisstjórnarleiðtogum aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnarinnar. Mikilvægustu ákvarðanir um framþróun, innihald og skipulag ESB-samstarfsins hafa átt sér stað í leiðtogaráðinu, þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, settar í löggjöf og framkvæmdar á vegum stofnana ESB (ráðherraráðs, framkvæmdastjórnar, Evrópuþings og Evrópudómstólsins). Við atkvæðagreiðslur í ráðinu hefur hvert aðildarríki atkvæðavægi sem í stórum dráttum endurspeglar íbúafjölda þess, en hefð er fyrir því að smærri ríkin hafi hlutfallslega meira atkvæðavægi miðað við íbúafjölda en hin fjölmennustu.

Framkvæmdastjórnin er skipuð af fulltrúum frá öllum aðildarríkjum. Hún er stundum sögð ígildi stjórnar ESB. Starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar skipta þúsundum og fagdeildir voru 24 árið 2003.

Framundan (4. til 7. júní eftir löndum) eru kosningar til Evrópuþingsins (EÞ). Þingmennirnir verða nú 736. Kosið er á fimm ára fresti. Áhuginn á Evrópukosningunum er afar misjafn.

Frambjóðendur geta verið af mismunandi þjóðernum á sama lista en það er þó ekki algengt. Daniel Cohn-Bendit ku hafa hikað milli Þýskalands og Frakklands en hann og Eva Joly bjóða sig nú fram á Parísarsvæðinu til Evrópuþingsins en það er eitt átta kjördæma kosninganna í Frakklandi. Bæði eru þau vel þekkt. Kosningabaráttan er hafin í ESB-löndunum 27. Þess ber að geta að mynstrið á Evrópuþinginu er álíka pólitískt og á þjóðarþingum.

Svíar kjósa 18 þingmenn á Evrópuþingið en Finnar og Danir 13. Samtals eru þingmennirnir 44 frá Norðurlöndunum. Þeir yrðu því rúmlega 60 ef Norðmenn og Íslendingar bættust við.

Þingmennirnir frá Þýskalandi eru flestir eða 99, frá Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi eru þeir 72, frá Spáni og Póllandi 50, frá Rúmeníu 33, frá Hollandi 25, frá Belgíu, Grikklandi, Ungverjalandi og Portúgal 22 o.s.frv. Fæsta þingmenn hefur Malta eða 5 en næst koma Kýpur, Eistland og Lúxemborg með 6.

Næst verður kosið 2014. Það er því tími til stefnu og bráðabirgðamat á aðildarhæfni til að byrja með gæti því virkað róandi...

Heimild m.a. :
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt myndaval enn...

... á þessari mynd eru aðeins tvær konur inni á nýju þingi... halló ! hinar dottnar út... Er verið að birta mynd af konum eins og skepnum... einn hópur kvenna líkist öðrum hópi kvenna... kvenskepnur á þingi?

Vefmiðlar þyrftu að taka sig á í myndavali. Þeir velja myndir eins og þeir séu hreint alls ekki með á nótunum...


mbl.is Aldrei fleiri konur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt er...

... að þau minntust ekki einu orði á nýju framboðin.

Þá er rétt að þau ræddu helst væntanlega sigurvegara... En eins og sagnfræðingurinn tekur fram gleymdu stjórnmálamennirnir sjálfir að ræða mikilvæga hluti... hvort sem það er stjórnendum þáttarins að kenna eða ekki.

Rétt er einnig að Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um árið. Það er hins vegar ekki rétt, sem kemur fram í máli hennar, að flestar ríkisstjórnir hafi starfað út kjörtímabilið...

Gagnrýni Ástþórs er að mörgu leyti réttmæt en á það ber að líta að þetta var bein útsending.

Ástþór var annars með ljósmyndastofu hérna einu sinni. Hvar eru filmurnar frá þeim tíma? Fjölskyldur eiga erfitt með að finna hvað af þeim varð... Það væri kannski góð hugmynd að gefa filmurnar til varðveislu til Ljósmyndasafns Reykjavíkur eða Ljósmyndasafns Íslands.


mbl.is Ástþór illur út í RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband