Síðustu tölur eru rúm milljón (löggan), rúmar tvær milljónir (skipuleggjendur)

Allar starfsgreinar fóru í verkfall og í göngu bæði starfsmenn hins opinbera og einkageirans og það þrátt fyrir kuldann. Í París gekk öll íslenska þjóðin ef litið er á tölur. Skilaboðin eru skýr til forsetans og stjórnar hans.

Til gamans má geta þess að löggur voru auðvitað í kröfugöngunni. Löggan hefur ekki verkfallsrétt en hún má hins vegar mótmæla. Hvað gera þeir þá? Þeir taka sér einfaldlega frí til að geta farið í gönguna.

Hermenn mega ekkert í þessa átt, en ef eitthvað er að fara eiginkonur þeirra í mótmælagöngur...

Síðan kemur pressan auðvitað ekki út í dag vegna verkfallsins í gær og eru netútgáfurnar því í fyrsta sæti ásamt tilheyrandi fréttabloggurum:

Libération

Le Monde

L'Humanité

Le Figaro

France Soir

Sjá nánar: Fimmtudagsverkfall í Frakklandi


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband