Brask ALCOA og ALCAN RIO TINTO fjandsamlegt Íslendingum

Að nýta sér neyð krónunnar er siðlaust. Fyrirgreiðsla ríkisins og orkufyrirtækja við þessa álrisa nægir þeim greinilega ekki. Græðgin smýgur inn um allar smugur. Að hafa áhrif á gengi krónunnar með þessum hætti er bein árás á stofnanir landsins og lífsgæði landsmanna. Sjá frétt á visir.is. Álhringirnir hagnast á auðlindum landsins og spreða yfir okkur heilsuspillandi mengun. Andlitslyftingin gagnvart innfæddum felst í því að "styrkja" hér og þar með smáaurum, t.d. menningarstarfsemi innfæddra...  Þetta er þriðjaheimspólitík. Svo eru forstjórarnir íslenskir... hversu lágt geta menn lagst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benti ekki Andri Snær Magnason ekki á nákvæmlega þessa hluti í Draumalandinu í miðjum uppganginum? Stóriðjan er útsala á náttúru og auðlindum fyrir stundargróða og þriðjaheimskúgun, nú hér á landi. Kominn er tími til þess að "landinn" skilji það að þótt hann búi á útnára er hann hluti stærri heildar. What goes around, comes around!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband