Að skræla Ísland...

... og "styrkja" það svo með ölmusu. Hvaða skrípaleikur er þetta?

Væri ekki fremur við hæfi að álrisinn afþakkaði ýmsar skatta- og gjaldaívilnanir og borgaði eðlilega fyrir sig...

...svo Íslendingum auðnist sjálfum að standa undir stoðum síns eigin samfélags, s.s. heilbrigðiskerfinu, félagsþjónustu og mennta- og fræðslukerfinu.


mbl.is Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Talað úr mínum munni.

Ég ætlaði reyndar að hæðast að því; að tvígreiðslunni yrði ekki að neinu gagni því hver þarf á 70.000$. Sérstaklega þegar nýtt tveggja-milljarða dollara álævintýri stendur við þröskuldinn?

40 þúsund (norð-)austfirðingar fá aldrei nóg af hundruð milljarða innspytingum þegar Landsvirkjun og Íslenska ríkið er annarsvegar. Hvað þá Kárahnjúkaflokkarnir?

En afhverju er atvinnuleysi á Austurlandi eftir alla fjárfestingunna til að byrja með?

Andrés Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvernig væri það - svona einu sinni!

Arinbjörn Kúld, 22.5.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

...ekki skuli leggja á félagið umhverfisgjöld eða umhverfisskatta, sem tengjast losun lofttegundanna CO2 og SO2 eða annarri losun eða öðrum mengunarvöldum, nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,

... ekki skuli leggja skatta eða gjöld á raforkunotkun félagsins eða útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna nema slík gjöld eða skattar séu jafnframt lögð með almennum hætti á öll önnur íslensk fyrirtæki, þar með talin álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,

... ekki skuli leggja á gjöld eða skatta í tengslum við raforkukaup og/eða raforkunotkun félagsins nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti.

...undanþegin tollum og vörugjöldum... heimilt að fella niður eða endurgreiða tolla og vörugjöld á vöru og þjónustu sem keypt er innan lands vegna byggingar álversins." (útdráttur úr þessu)

júb, svona er auðlindir heims notaðar, löndin skræld og ágóðinn fer í skattaskjól... síðan er ímyndin bætt með brauðmolum: styrkjum hér og þar og helst smotterí alls staðar með öruggum fréttum af því.

GRÆNA LOPPAN, 22.5.2009 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband