Ástsæl ríkisstjórn

Við erum flest sammála um að af stjórnlagaþingi þarf að verða eins fljótt og mögulegt er. Málið er forsætisráðherra nokkuð kunnugt því langt er síðan hún flutti frumvarp um það.

Forsætisráðherra flutti sjálf frumvarp haustið 1994 um stjórnlagaþing : "Efna skal til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Um skipan þingsins og störf fer samkvæmt sérstökum lögum. Þingið skal koma saman eigi síðar en 1. júní 1995. Þegar þingið hefur afgreitt frumvarp til nýrra stjórnarskipunarlaga skal bera það undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum málsins."

Hún fékk reyndar leyfi þingforseta til að flytja tvö frumvörp saman, því hitt var einnig varðandi stjórnlagaþing eða tímaramma þess nánar tiltekið: "Efna skal til stjórnlagaþings eigi síðar en 1. júní 1995. Skal það hafa lokið störfum fyrir 15. september 1995."

Eiríkur Tómasson lagaprófessor talar enda um úrelta stjórnskipan.

Framsókn bauðst til og við hljótum að óska heitt eftir efndum flokksins undir stjórn Sigmundar Davíðs.


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband