Þeim var nær að frekjast

Það hefur verið sorglegt að fylgjast með Helgavíkurvitleysunni. Allir vissu að álið var á niðurleið og að nóg væri komið af þeim ósköpum. Orkan er ekki óendanleg og hálf ömurlegt að selja hana lægstbjóðandi. Því skyldu erlendir álhringir eignast Ísland á okkar kostnað?

9. febrúar 2009: Fyrirspurn til munnlegs svars á alþingi (umræður) og svar óvenjufljótt eða þann 11.: Uppbygging álvers í Helguvík

28. okt. 2008: Fyrirspurn til skriflegs svars (engar umræður); svar 5. des.: Hlutur áliðju og ferðaþjónustu í þjóðarframleiðslu

Sjá: Helgavíkurvitleysan

Sömu verktakar ÍAV eru í Helguvík og í Austurhöfn við byggingu Tónlistarhúss. Sjá: Pólitískt val.


mbl.is Álver í Helguvík í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú er ég hissa, með fullri virðingu háskólakennari sem farinn er að trúa bullfréttum, sjá frétt á www.vf.isí dag, þar sem þetta er skírt út um hvað málið fjallar.  En í fréttinni í MBL er að mínu mati um að ræða óvandaða fréttamennsku, að búa til æsifrétt sem er í grunninn röng og fara rangt með staðreyndir.  

En  er ég hissa á kennara að tala um að atvinnusköpun sem skilar þjóðartekjum sé "vitleysa" það finnst mér bara vera raunveruleika firring á hæsta stigi.  Að skilja ekki mikilvægi þess að menn hafi vinnu og skapa vinnu og fá tekjur inn í þjóðarbúið.  Hvaðan koma tekjurnar sem laun kennara eru greidd af, skapast þau kannski af sjálfu sér!

þú segir "orkan er ekki óendanleg", kannski er hún það ekki, en kannski er hún það.  Skil eiginlega ekki svona hrakspár, því þær gera ráð fyrir að það sé engin framþróun í tækni og vísindum, í vinnsluaðferðum á jarðvarma og orku,  heldurðu t.d. ekki að það verið hægt að bora á háhitasvæðum í sjó, og jafnvel enn meiri djúpboranir í framtíðinni.  Við erum nú bara komin rétt af stað með þessa tækni, það eru óþrjótandi möguleikar til að nýta orkuna betur og þróa vinnsluferlin áfram. 

En þetta með að "erlendir auðhringir eignist ísland", þá er það nú svolítið samsæriskennt, er ekki heimsbyggðin búin að vera að hrópa á aukna alþjóðavæðingu síðustu árin.  En nei þegar á hólminn er komið þá viljum við vaða yfir allar aðrar þjóðir á skítugum skónum en þeir eru sko ekki velkomnir hingað.  Nei svona gengur þetta ekki milli vinaþjóða, ef þú færð að koma í heimsókn til mín af hverju má  ég ekki koma í heimsókn til þín.  Og vei þér sem kemur og skapar þér vinnu og tekjur.  Nei góðverk eru ekki þakkarverð því að rignir upp í nefið á okkur og skruddur kennimannanna og bókleg fræði eru tekin skari ofar raunveruleika og fjölbreytileika lífsins.  Var ekki einu sinni sagt að jörðin væri flöt og hvernig gekk að sanna það að hún væri það ekki........  Opnið augun og sjáið staðreyndir málsins og sjáið hve gott það er fyrir allt á suðurnesjum og Ísland að fá tekjur frá atvinnusköpun frá álveri, frá virkjunum, frá mannauðnum.   Án vinnu og þjóðartekna lifum við nú varla í þessu landi, nema við förum aftur til fortíðar og stundum sjálfþurftarbúskap.

Án þess að þekkja nokkuð til málsins sárnar mér að dylgjur um  ofangreindan verktak séu dregnir inn í þetta, hélt að allir mættu bjóða í verkin og lægstbjóðandi fengi verkið, Og vei að það skuli vera íslenskir verktakar, ég meina það er eitthvað að, þeir eru örugglega aðalverktakar í þessum verkefnum út frá útboðum og eru örugglega með marga Íslenska undirverktaka, enda um stór og flókin verk að ræða.

Áfram með uppbygginguna í Helguvík á fullum krafti, sýnum nú að við hugsum um þjóðarhag og styðjum við álver í Helguvík.

Virðingarfyllst

Gísli H. Sverrisson

Rekstrarfræðingur, Stjórnfræðingur, Flutningaverkfræðingur og stoltur stuðningsmaður álvers í Helguvík.

Gísli H. Sverrisson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:36

2 identicon

Hver hefur rétt á sinni skoðun, þú sem ég. Fréttin sem bendir á er fremur ruglingsleg.

Hvað þarf til álvers og álbræðslu?

Fjármagn til jarðvinnslu og byggingar álvers. Hver borgar? Þar höfum við ÍAV sem byggja grunninn og HRV sem hefur sérhæft sig í byggingu álvera. Orku sem ku ekki vera nóg fyrir áætlaða stærð þess álvers og er gengið þar nærri náttúru Íslands. Losunarheimildir því álver mengar og við erum ekki ein í heiminum og höfum skuldbundið okkur sem aðrir til að menga minna. Hráefnið báxít: hvaðan kemur það, við hvaða aðstæður er það unnið, hvað kostar það og hver er kostnaðurinn við innflutning?

Gísli, álverskarfan er of stór fyrir lítið land og fórnirnar of stórar. Þessi einhæfni stríðir gegn heilbrigðri skynsemi.

Græna loppan (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband