Votlendi er mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi

Með góðfúslegu leyfi Jóhanns Óla Hilmarssonar Endurheimt votlendis hefur verið á dagskrá margra náttúruverndarfélaga, svo sem Fuglaverndarfélags Íslands enda byggja yfir 90% íslenskra varpfugla, umferðarfugla og vetrargesta, afkomu sína að einhverju eða öllu leyti á votlendi. Nú síðast hefur endurheimt votlendis verið sett á dagskrá náttúrusjóðsins Auðlindar, sem stofnaður var 1. þessa mánaðar.

Í skýrslu sem gefin var út af nefnd um endurheimt votlendis 2006 kemur fram að "Frá 1941 hafa verið grafnir u.þ.b. 32.0000 km af skurðum til að framræsa mýrar. Talið er að flatarmál þess votlendis sem hefur verið framræst sé yfir 4000 km2. Allt fram til ársins 1987 var framræsla styrkt af ríkinu. Þegar styrkveitingar lögðust af var búið að framræsa stóran hluta alls votlendis á láglendi."

Alþjóðlegi votlendissamningurinn eða Ramsarsamningurinn fjallar um vernd og nýtingu ákveðinna búsvæða eða vistkerfa og er Ísland aðili að honum síðan 1978. Lesa má um samninginn í : Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndunum. Um verndun og aðra landnýtingu (2004).

8. desember 2008 voru Ramsarsvæðin í heiminum 1822 og náðu yfir 168 þúsund hektara en aðeins eru þau 3 á Íslandi : Mývatn og Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður (Leirárvogar).

"Verulegur hluti gróins lands á Íslandi er einhvers konar votlendi, en auk mýrlendis tejast til votlendis samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu hvers kyns vötn, fjörur og grunnsævi út á 6 m dýpi. Í þessari grein er lýst helstu búsvæðum íslenskum sem flokkast undir votlendi. Getið er rannsókna sem fram hafa farið frá því að yfirlit um íslensk votlendi var síðast tekið saman, árið 1975 (Rit Landverndar 4). Lýst er helstu þáttum sem ráða gerð votlenda og þar með lífríki þeirra. Fjallað er um fæðuvefi, einkum með tilliti til votlendisfugla." bls. 13, Íslensk votlendi. Verndun og nýting 1998 (Arnþór Garðarsson).

Þórunn getur talað með reisn í Poznan enda nýbúin að leggja fram náttúruverndaráætlun 2009-2013 um friðlýsingu 13 svæða á Alþingi (sjá Flott hjá henni).


mbl.is Umhverfisráðherra á þingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband