Nei, ekki besta ráðherrann, Þórunni !

Það væri merki um að þessir pólitíkusar fatta gjörsamlega aldrei neitt.

Þórunn er besti umhverfisráðherra sem við höfum haft frá upphafi. Vinnubrögð hennar eru vönduð og hún er samkvæm sjálfum sér í umhverfismálum, sem verður ekki sagt um fyrirrennara hennar. Hún er nánast okkar eina reisn í þessari ríkisstjórn.

Við vitum jú öll að ansi margir virkjunarforkálfar vilja hana burt enda hafa þeir alltaf fengið að valsa frítt í íslenskri náttúru eins og naut í flagi.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég vona að þetta sé misskilningur varðandi Þórunni.

Svala Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þórunn er mjög góð.. og alvöru umhverfisráðherra... en segja að hún sé okkar eina reisn í þessari ríkisstjórn er fráleit fullyrðing... þó bara sé td horft til Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2008 kl. 20:07

3 identicon

Jón Ingi, ég skrifaði "nánast" ekki "eina".

græna loppan (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Hún er auðvitað bein ógnun við það sem sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og þeir hafa líklega krafist þess að hún viki.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:26

5 identicon

Þórunn er óhæfur umhverfisráðherra.  Sannast í því að hún er búin (sem er gott reindar) að gera sig vanhæfa með öllu í máli olíueimingarstöðvar í Arnarfyrði... Hún skal rísa þó svo að hún bulli um olíupolla og eldspúandi strompa ÞÓ hún viti betur... Bara fólk sem veit ekkert um svona stöð talar svona því þetta er órafjarri sannleikanum... = óhæf.

S. Ólafsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:56

6 identicon

Umhverfið er þér ekki ofarlega í huga S. svo ekki sé meira sagt. Það er ágætt að rifja upp svarið á Alþingi varðandi annað mál: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/20447/

græna loppan (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:45

7 Smámynd: corvus corax

Besta ráðherrann??????? Þér fyrirgefst því heimskir njóta undanþágu. Meira að segja skatturinn getur ekki refsað manni fyrir heimsku.

corvus corax, 14.12.2008 kl. 23:33

8 identicon

Þú verður nú að fyrirgefa en ég vissi ekki að svona dónaskapur tíðkaðist á blogginu.

græna loppan (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Hvumpinn

Þórunn hefur ein og óstudd málað sig útí horn og sýnt að hún er einnota ráðherra.  Líklega hverfur hún af þingi eftir næstu kosningar hvenær sem þær verð.  Vonlaus stjórnmálamaður

Hvumpinn, 15.12.2008 kl. 03:26

10 identicon

Síðan hvenær er það að þekkja málaflokkinn neikvætt? Eitt það helsta sem hefur hrjáð ráðherra ríkisstjórnarinnar almennt, t.d. í fjármálageiranum, að ég tali nú ekki um fjármálaeftirlitið og seðlabankann, er að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir.

Það er satt að margt skondið er í stjórnarsáttmálanum miðað við það sem á undan er gengið ("Traust og ábyrg efnahagsstjórn" t.d.) en þar stendur þó:

"Í sátt við umhverfið
Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Íslensk stjórnvöld, fyrirtæki og menntastofnanir eru í einstakri stöðu til þess að láta til sín taka á alþjóðavettvangi í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda.

Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin hyggst efla skógrækt og landgræðslu meðal annars í þeim tilgangi að binda kolefni í andrúmsloftinu. Einnig verði skipulega unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja, m.a. með því að beita hagrænum hvötum. Til að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða er mikilvægt að ljúka rannsóknum á verndargildi þeirra og gildi annarrar nýtingar. Sérstök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar.

Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. Nokkur svæði, sem talin eru mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum af stofnunum umhverfisráðuneytisins, verði undanskilin nýtingu og jarðrask þar óheimilt þar til framtíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfestar niðurstöður hinnar endurskoðuðu rammaáætlunar. Slík svæði eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kverkfjöll og Torfajökull. Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna."Stjórnarsáttmálinn

Ég er ansi hrædd um að ef að Þórunni verði skipt út verði þessi kafli stjórnarsáttmálans svikinn líka.

Það má síðan ekki gleyma því að fjölmiðlar á Íslandi eru ansi glaðir að syngja í stjórnarkór nema þegar kemur að umhverfismálum, þá syngja þeir hátt í gjörnýtingarsinnakór í orkumálum.

Það væri að bera í bakkafullan lækinn að svíkja loforð í umhverfismálum líka. Ísland eitt Norðurlandanna hefur þar dregið lappirnar afar lengi ef ekki alla tíð. Þórunn hefur vakið von um að Ísland verði trúverðugt á þeim vettvangi. Umhverfisráðherra mælti fyrir náttúruverndaráætlun um daginn og leitast þar við að efna nokkur loforð. Merkilegt hvað bæði hennar eigin flokksmenn og samstarfsflokkur í stjórnarstarfi eru óheilir í umhverfismálum...

græna loppan (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 06:33

11 identicon

Velkomin í heim argasta dónaskapar græna loppa. Sérstaklega er leyfilegt að skjóta harkalega á þá sem voga sér að vera umhverfisverndarsinnar eða femínistar, þetta tvennt er nánast dauðasynd í augum ýmissa bloggara og athugasemdaskrifara. Ég hvet þig til að láta dónaskap þeirra standa, hann dæmir sig sjálfur.

Og svo sýnist manni á fréttum í dag að álversáformin séu að detta dauð niður af sjálfu sér, verður spennandi að fylgjast með því á næstunni. Kær kveðja til þín.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband