Sameign íslensku þjóðarinnar

Með orkulögum á Össur við:

- Össur Skarhéðinsson :  Breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði (opinbert eignarhald auðlinda) 58/2008

Fleiri lög fjalla um eignarrétt ýmist íslenska ríkisins eða íslensku þjóðarinnar :

- Hjörleifur Guttormsson : Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins 73/1990 :
1. gr.
"Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki."

- Halldór Ásgrímsson (38/1990) : Lög um stjórn fiskveiða 116/2006
1. gr. "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Þjóðlendulögin eru ekki eins vinsæl:

- Davíð Oddsson Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta 58/1998.

- Finnur Ingólfsson Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 57/1998 og þá sérstaklega 3. gr. þeirra laga: "Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.")

Þau karpa um "þjóðareign" því ekki sameign íslensku þjóðarinnar ?


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband