Hugarfarsbreytingar er þörf. Bravó Lilja !

Það er list að lesa í samtíð sína og þetta er nákvæmlega sú breyting sem þörf er á hér á Íslandi einstakrar náttúru. Sjá vef sjóðsins.

Ríkisstyrktar náttúruskemmdir ættu að vera liðin tíð.

"Frá 1941 hafa verið grafnir u.þ.b 32.000 km af skurðum til að framræsa mýrar. Talið er að flatarmál þess votlendis sem hefur verið framræst sé yfir 4000 km2. Allt fram til ársins 1987 var framræsla styrkt af ríkinu." (Útdráttur úr Endurheimt votlendis 1996-2006 pdf-skjal).

Sömuleiðis er ástæða til að fara varlega í skógrækt, ríkisstyrkta eða ekki, svo mistakasagan endurtaki sig ekki.

Stóriðjuórar hafa síðan verið helsta ógnin við náttúru Íslands.

Sýnishorn úr Draumalandinu, sem bróðir Lilju, Sigurður Gísli framleiðir. Systkinunum er annt um náttúru Íslands.

Yfirlit um íslensk votlendi hefur komið út á tveimur bókum, önnur er frá 1975, ritstjóri Arnþór Garðarsson, og hin frá 1998: Íslensk votlendi. Verndun og nýting. Ritstjóri Jón S. Ólafsson. Háskólaútgáfan 1998. Hví ekki gefa út 3. votlendisbókina um ástand votlendis?

Mikilvægar votlendisgerðir á Íslandi. Auk mýrlendis nær skilgreining um votlendi yfir vötn og straumvötn, sjávarfitjar, leirur og fjörur auk grunnsævis niður að sex metra dýpi. Mýrar á Íslandi eru oft flokkaðar í fjóra flokka: hallamýrar, flóar, flæðimýrar og flár. Ár á Íslandi eru flokkaðar í þrjá höfuðflokka: dragár, lindár og jökulár. (Útdrættir úr Endurheimt votlendis 1996-2006 pdf-skjal)

> Ísland er aðili að ansi mörgum umhverfissamningum:

- Votlendissamningurinn (Ramsarsamningurinn)

Ramsarsvæðunum fer stöðugt fjölgandi í heiminum en þau íslensku eru enn aðeins þrjú: Mývatn/Laxá, Grunnafjörður og Þjórsárver. 

- Líffræðileg fjölbreytni (Ríósamningurinn)

- Vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu (Bernarsamningurinn)

- Montreal-bókunin um verndun ósónlagsins (Vínarsamningurinn)

- Loftmengun sem berst langar leiðir (Genfarsamningurinn)

Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar (Kyoto-bókun)

- Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES)

Umhverfisráðuneytið: Alþjóðlegir umhverfissamningar sem Ísland er aðili að

Umhverfisstofnun: Alþjóðlegir samningar um umhverfismál

> Loforð ríkisstjórnar, sem beðið er með óþreyju að verði efnt:

- Að Árósasamningurinn verði loks fullgiltur.

Hingað til hefur aðeins fyrsti hlutinn af þremur verið fullgiltur (2006): Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur).

> Einhverra hluta vegna er Ísland ekki aðili að :

- Bonnsamningi um vernd fartegunda eða CMS. Eins og sést á þessu korti eru Evrópusambandið og öll Norðurlöndin nema Ísland meðal þeirra landa sem skrifað hafa undir.

- Farfuglasamningi eða AEWA. Eins og sést á þessu korti eru öll Norðurlöndin með nema Ísland og Grænland.


mbl.is 300 milljónir í Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband