9.12.2008 | 11:23
Samþykkt skal það í heyranda hljóði
Tillagan um ÚTVARP ALÞINGI hefur stuðning þingmanna allra flokka en situr þó enn föst í allsherjarnefnd síðan í mars... hví þá?
Fyrri umræðan var stutt í febrúar enda auðvitað sjálfsagt mál að útvarpa þingfundum beint um allt land á sérstakri útvarpsrás, "beinar útvarpssendingar frá Alþingi ættu að vera sjálfsagður hlutur í nútímalýðræðisþjóðfélagi, á öld upplýsinga og fjölmiðlunar. Þær væru og í anda fyrri málsliðar 57. gr. stjórnarskrárinnar um að fundir Alþingis skuli haldnir í heyranda hljóði." Útdráttur úr greinargerð með tillögunni.
Alltof margt í þessu þjóðfélagi er miðað við tölvusitjandi og sjónvarpssitjandi fólk þar sem augað og athyglin eru tekin frá. Útvarpið nær hins vegar til allra.
Að útvarpa fundum Alþingis væri þjónusta við það atkvæði sem hver og einn greiðir í kosningum til þings. Kjósandinn þarf að vita hvað gert er í hans umboði og hvernig.
Enn reynt við útvarp frá Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.