7.12.2008 | 21:40
Flott hjá henni

Áætlunin snertir loks svæði sem orkugeirinn ágirnist. Hugrekki er það sem helst kemur upp í hugann varðandi umhverfisráðherra. Þórunn hefur þurft að vinna í stjórnarumhverfi þar sem ekki verður séð að mikið fari fyrir umhverfisvitund.
Nú mun koma í ljós hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar styðji heilshugar eitthvað sem þeir lofuðu ("Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.") og hvort fyrrverandi ráðherrar í lykilstöðum, s.s. Friðrik Sophusson hjá Landsvirkjun, Davíð Oddsson hjá Seðlabankanum og Þorsteinn Pálsson hjá Fréttablaðinu, flækist fyrir...
Einn kaflinn í Stjórnarsáttmálanum, sem vitnað er í hér að ofan, bar jú heitið "Traust og ábyrg efnahagsstjórn".
![]() |
Þrettán ný svæði friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 10.12.2008 kl. 19:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.