19 ár er of langur tími

Það er sjaldan gott að kjörnir fulltrúar hreiðri um sig. Greinilegt að hagsmunaárekstrar eru þónokkrir og hafi verið lengi. Bæjarstjórn á ekki að vera fjölskyldufyrirtæki.

Það vekur furðu í ljósi þess sem á undan er gengið að bæjarstjórinn skuli ekki þakka fyrir sig og fara. Einkennilegt einnig að hann skuli ekki einfaldlega benda á sínu góðu verk fyrir bæinn og biðjast afsökunar á þessum "klaufaskap" sem skyggir á allt annað í hans störfum. Það myndi gera hann mann að meiri. Upphrópanir hans og hinna teiknar upp mynd af klíku og það gengur ekki í bæjarstjórn. Það getur öllum orðið á en það gerir illt verra að gera sér ekki grein fyrir því. Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil.


mbl.is Stuðningur orðum aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband