Lýðræðisútrás á Alþingi og merk náttúruverndaráætlun

Eftir lýðræðisútrás á Alþingi mælti umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrir merkri náttúruverndaráætlun 2009-2013 (kl. 17.28). Langisjór og Þjórsárver eru meðal 13 svæða sem verndinni er ætlað að ná til og orkugeirinn hefur lengi ágirnst. Þá er eftir að sjá hvernig til tekst.

Vert er í því sambandi að minna enn á stjórnarsáttmála: "Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna."

Tjáningin tók á sig margar myndir í dag og fær mbl.is vinninginn fyrir vandaða umfjöllun í meðliggjandi frétt (kl. 16.12) og á sjónvarp mbl.is (kl. 17.41). Menn eru að meiri.


Álfheiður Ingadóttir spurði við fyrri umræðu um Teigskóg (birkiskógur) og friðlýsingu viðkvæmra hafsvæða, sérlega kaldkórallasvæði. Svar Þórunnar var jákvætt. Álfheiður nefndi tvö nöfn sérstaklega varðandi velheppnaðar nafngiftir á mosum og fléttum, Hörð Kristinsson og Bergþór Jóhannsson.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband