Heilbrigð skynsemi : seinkun ?

Mikið er ég þreytt á asanum sem kemur beint úr vasa framkvæmdaraðilans... Það er bókstaflega ekkert sem réttlætir hann: heilsa okkar, budda og umhverfi skiptir máli, takk fyrir. Styrking suðvesturlínanna verður á okkar kostnað, virkjunarframkvæmdir sömuleiðis, sem og alls kyns ívilnanir vegna enn eins álvers. Er Ísland að verða eitt allsherjarálland á mála hjá öllum nema sjálfu sér?

"...sameiginlegt umhverfismat, sem gæti seinkað framkvæmdum um langa hríð."  Jahá, en hver er tilgangur með mati á umhverfisáhrifum ?

"[1] Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim.

[ 2 ] Matinu er einnig ætlað [að] draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. 

[ 3 ] Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir." Af vef Skipulagsstofnunar.

Raflínur munu valda talsverðu raski


Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína

Raflínur trufla fuglalíf

 

Athugasemdir Landverndar frá 1. des. 2008

Bergur Sigurðsson Laumuleikur Landsnets. Athyglisverð aðsend grein í Mogganum í gær (22/9), sem fjallar um það sem Landsnet kýs að fjalla ekki um í matsskýrslu: "Matsskýrslan fjallar ekki um þá þætti sem myndu valda mestu umhverfisraski en umhverfisráðherra getur gert Landsneti að segja satt og rétt frá."


mbl.is Gengur hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband