Hverjar eru hætturnar?

Það sem fyrst kemur upp í hugann: er gull framtíðarinnar, vatnsbólin, í hættu? Myndar binding koltvíoxíðs aðra hættu og þá hverja? Hver styrkir rannsóknirnar? Hverjir eru þessir þekktu erlendu sérfræðingar? Hverjir eru erlendu háskólarnir tveir? Hvert er mat blaðamannsins? Hefur hann kynnt sér málið frá annarri hlið en þeirri sem hér er sagt frá, þ.e. frá forseta samtaka evrópskra jarðefnafræðinga og þess jarðefnafræðings sem stýrir verkefninu? Það er ómögulegt að mynda sér skoðun á málinu með svo takmörkuðum upplýsingum...

Á visir.is er vitnað í fréttatilkynningu frá OR og talað um alþjóðlega vísindaráðstefnu um bindingu koltvísýrings í jarðlögum hér á landi þessa dagana og þar er talað um fjölþjóðlegt CarbFix verkefni...

Hefur endurheimt votlendis loks verið talin til mótvægisaðgerða af SÞ? Þórunn Sveinbjarnardóttir, þá umhverfisráðherra, vakti einmitt "athygli á tillögu Íslands um að endurheimt votlendis verði viðurkennd formlega sem leið til að binda kolefni úr andrúmslofti" á 14. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember 2008. 

Skýrsla umhverfisráðuneytis 2009: Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi (pdf-skjal).

Það sem skýrslan sú fjallar ekki um: "Auk þjóðhagfræðilegra áhrifa er ekki metin hin ýmsu jákvæðu ytri áhrif sem hljótast vegna mótvægisaðgerða, svo sem bætt heilsa og minni loftmengun vegna aðgerða í samgöngum." (bls. 220).


mbl.is Íslendingar í forystu við bindingu koltvíoxíðs í berg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

http://gislisigurdur.blog.is/blog/gislisigurdur/entry/944152/

Þetta er akkúrat það sem ég bendi á með minni færslu.

Það skiptir EKKERT máli ef það gæti skapað okkur nafn.

Þetta kallast minnimáttarkennd.

Aftur á móti verða vatnsból ólíklega í hættu þar sem co2 er ekki mjög hættumikið nema í mjög miklu magni. (yfir 7% af lofti)

Gísli Sigurður, 7.9.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Stokkarinn

Meira má lesa um málið á heimasíðu verkefnisins www.carbfix.com

Stokkarinn, 7.9.2009 kl. 07:35

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þakka ykkur fyrir innlitið. Gísli ég er þér sammála um gorgeirinn, það mætti setja spurningarmerki við hann.

Einkavæðing vatns er annars stórhættuleg og hefur forsetafrúin fyrrverandi, Danielle Mitterrand, barist gegn henni um alla veröld í gegnum samtökin sem hún stofnaði, France Libertés. Við höldum alltaf að við séum bæði saklaus og best. En ekki vildum við þurfa að borga fyrir vatnið! Þó höfum við haft fyrirtæki hér á landi (Bechtel sem byggði álverið í Reyðarfirði) sem hefur aldeilis reynt að græða á einkavæðingu vatns....

Og takk fyrir slóðina á carbfix, stokkari.

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 08:12

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Krækja á grein um Bechtel.

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 08:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Co2 er ekki mengunarefni... ekki eitur, auk þess er verið að tala um að breyta því í fast form. Engin hætta vegna vatns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 08:14

6 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þakka þér fyrir innlitið Gunnar en hvað meinarðu með því að koltvíoxíð sé ekki mengun? Varla er það saklaust í andrúmsloftinu... Það nægir mér síðan ekki að þú segir að það sé engin hætta fyrir vatnsbólin. Ég vil fá það út úr fræðingunum og ég vil breiðari umfjöllun af hendi blaðamanns.

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 08:23

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Co2 er forsenda lífsins á jörðinni, eins og við þekkjum það. Aukin Co2 í andrúmsloftinu eykur vaxtahraða plantna. T.d. blása sumir gróðurhúsabændur á Íslandi, Co2 í hús sín með sérstökum vélum til að auka framleiðsluna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 11:08

8 identicon

Eins og Gunnar segir er CO2 óhvarfgjörn lofttegund, skaðlaus okkur. CO2 er gosið í gosinu og það sem við öndum frá okkur. Þess vegna hefur ávallt verið lögð áhersla á það í iðnaði að umbreyta öllum bruna lífrænna efna (olíu, viði, kolum) yfir í CO2 beint, frekar en CO sem er stórhættuleg lofttegund mönnum.

Hins vegar hefur svo verið uppgötvað að CO2 er gróðurhúsalofttegund og það magn CO2 sem dælt er út í andrúmsloftið hafi því gróðurhúsaáhrif.

Verkefnið sem hér um ræðir, miðar að því að binda CO2 á fast form. CO2 samanstendur af tveimur mismunandi atómum, súrefnisatómi og kolefnisatómi. Þessi tvö atóm eru í grjóti, allt í kringum okkur og kalk, kalsíum karbónat (CaCO3) er satt að segja bein afleiða CO2.

Það er því fullkomlega rökrétt að reyna breyta CO2 yfir í einhvers konar grjótafleiðu á þennan hátt, svo framarlega sem að ferlið er ódýrt og hagkvæmt.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:41

9 identicon

Munurinn á koldíoxíði og mengun er sú að við tölum yfirleitt um "mengun" sem eitthvað sem er skaðlegt staðbundið. Þannig er sótmengun frá bílum mengun, þar sem sótmengunin hefur áhrif á nánasta umhverfi bílsins. Koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif á hlýnun jarðar, en er þér algerlega skaðlaus þó þú andir henni að þér (þú ert t.d. að því núna). Jæja, ókei, ef þú andar engu öðru að þér en koldíoxíði í langan tíma hefur það slæm áhrif, af augljósum ástæðum! Jafnframt getur þú drukkið koldíoxíðblandað vatn án þess að þú berir mikinn skaða af - einkennin eru helst að maður ropar - enda er koldíoxíðblandað vatn betur þekkt sem sódavatn eða ropvatn.

Annars getur þú lesið þér til um gróðurhúsalofttegundir hér, beint frá sérfræðingunum á Umhverfisstofnun:
http://www.ust.is/Frodleikur/ErindiOgGreinar/nr/205/

Ágústa (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:45

10 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Takk fyrir upplýsingarnar. Nú ef ég loka mig inni í bílskúr og hef bílinn í gangi...

Málið var að ég vildi fyllri grein þar sem þetta er reifað. Jákvætt, neikvætt og umfjöllun blaðamannsins, sem dregur af því ályktanir.

Hvað síðan með brennisteinsvetnið t.d.?

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

En ég geri ráð fyrir að blaðamaðurinn sitji ráðstefnuna og bæti um betur.

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 13:47

12 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Hér er fréttin á Stöð 2 í kvöldfréttunum. Kann vel við varfærnina. Hljómar eins og spennandi tilraun.

GRÆNA LOPPAN, 7.9.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband