Það er ekkert alþjóðlegt við bíóin, nú eða sjónvarpsdagskrána

Það er hálffyndið að vera að þenjast með Alþjóðlega kvikmyndahátíð þegar amerískar bíómyndir tröllríða bíóum borgarinnar og sjónvörpum og hafa gert í áratugi: allt meira og minna úr dreifingarkerfi Kanans. Valið í bíóum mætti vera alþjóðlegra árið um kring sem og í sjónvarpi, þannig yrði kvikmyndahátiðin eðlilega hápunkturinn.

Amerískt bíó. Bíóauglýsingar eru undarleg myndskreyting með upplýsingum í algjöru lágmarki. Hvers lenskar eru myndir, hverjir eru aðalleikarar, leikstjóri, hver klippir, hvenær var myndin gerð o.s.frv. Jú, "fór beint á toppinn í USA" og allar hinar væntanlega ekki. Hvar eru evrópskar myndir??? Indverskar myndir? Japanskar myndir? o.s.frv. arg... Allar praktískar upplýsingar vantar, s.s. hvar bíóin eru og hvaða strætó stoppar þar (jafnvel þótt strætóleiðum hafi illu heilli verið fækkað um helming við breytinguna stóru). Eftir langa dvöl erlendis leitaði ég t.d. dauðaleit að Borgarbíói í bænum, bjóst síst við að það væri á Akureyri...

Amerískt sjónvarp. Sjónvarpsdagskrá í dagblöðum er mjög ábótavant enda mikið um endurtekið efni en það er engin afsökun; það er ekki nokkur sjens að lesa út úr dagskrám hvort eitthvað sé varið í neitt þar. Sjálfstætt mat blaðamanna varla til. Má eflaust þakka fyrir að dagskráin passi við daginn...

Svo fyllir Morgunstund KK á Rás 1 mælinn með amerískri kántrítónlist í morgunsárið... æ, andskotinn.

ps Annars hefur KK þægilega rödd og er hógvær og fínn í kynningum. 


mbl.is Milos Forman heiðursgestur á kvikmyndahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Welcome to Iceland, how do you like it?

Forman er nú samt tékkneskur, meira að segja kanarnir fatta að flytja inn fjölbreytnina svo það sé eitthvað kjöt á beinunum.

Einhver Ágúst, 12.8.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Nákvæmlega.

Það er annars reginmunur á bíómenningu, t.d. hér og í Frakklandi. Frönsk bíó eru annaðhvort með frönsku tali á öllu (VF) eða með upprunalegu tali (VO). Það er ALDREI hlé en hægt að kaupa snakk FYRIR sýningu en yfirleitt er lítið um slíkt í VO-bíóum. Við lok kvikmyndar stendur enginn upp fyrr en allur texti aftast hefur runnið sitt skeið. Menn melta áhrifin í rólegheitunum. Hér eru allir roknir út við síðasta tóninn. Fólk hittist fyrir bíó eða eftir bíó til að spjalla saman um kvikmyndir. Krakkabíó, teiknimyndir og svoddan, er um allar helgar og farið er með börn mjög ung í bíó og hugað vandlega að gæðum.

Fréttir hér af kvikmyndum ganga út á aðsóknarmet og hagnað en ekki gæði og tilheyrandi vinsældir. Margt má læra af öðrum.

GRÆNA LOPPAN, 12.8.2009 kl. 11:47

3 identicon

Hei!

Ég vil bara fyrir mitt leyti segja að ég er mjög hrifin af því sem KK var að spila í morgun.  Þetta var gamall og góður blús sem heyrist allt of sjaldan í útvarpi hér á landi og þó hann eigi rætur sínar að rekja til Amríku þá skiptir það bara engu máli hann er flottur og KK er líka flottur og þættirnir mjög góðir.

og hananú!

brynjar (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Brynjar, ég er þér fullkomlega sammála. KK er góður.

Tilefnið var enda ekki hann heldur amerísk prógrömm í bíóum og á skjánum - í hið óendanlega.

GRÆNA LOPPAN, 12.8.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Annars muldrar KK í hljóðnemann... Ekkert að heyrninni, ef þú hélst það...

GRÆNA LOPPAN, 13.8.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

ps Auglýsingapésinn Birta á ekkert skylt við alvöru dagskrá með umfjöllun um það sem er í boði úti sem inni. Þar er dagskráin hálmstráið sem hengt er í einungis til að selja auglýsingar. Jafnvel auglýsendur hefðu hag af því að dagskrárumfjöllunin stæði undir nafni... að ég tali nú ekki um almenna lesendur.

Hvernig batnar úrval sjónvarps og bíóa ef umfjöllunin er lítil sem engin. Þegjandi samkomulag um óbreytt ástand!

Segi ég þegar á Rás 1 er ágætisþáttur Sigríðar Pétursdóttur, Kvika, um kvikmyndir en hann var endurtekinn (frá í maí). Kannski típískt að ekki sé hægt að fjalla um þær kvikmyndir sem sýndar eru í bíóum... Undantekning var sænska myndin.

En Rás 1 ber höfuð og herðar yfir alla í dagsrkárgerð.

GRÆNA LOPPAN, 15.8.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Í Frakklandi breytist bíódagskráin á miðvikudögum og því koma dagskrárnar út þann daginn. Kannski er besta tímaritið með sjónvarps- og útvarpsdagskrá með góðri umfjöllun (blaðamenn hafa áður séð það sem sýnt verður eða útvarpað) TÉLÉRAMA. Þar er einnig fjallað um kvikmyndir, bókmenntir, tónlist o.s.frv. Umfjöllun er almennt ekki eins stjörnusækin og hér. 

Áður fyrr var einmitt til vísir að slíkum útgáfum hér á landi, ekki satt?

GRÆNA LOPPAN, 15.8.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband