Já, já, gleypið verðtryggingu námslána hráa

Fjallið umfram allt um framfærslulán en ekki um námslánakjörin sjálf.

Helstu vandamálin eru tengd S-lánum, sem eru verðtryggð til 40 ára, og samlegðaráhrifum mismunandi námslána, sem lengir endurgreiðslutímann enn frekar. Að ekki sé talað um öll námslán eftir 1992, þau eru verðtryggð til dauðadags !

Þrátt fyrir verðtrygginguna voguðu flutningsmenn laganna frá 1976 og 1982 að kalla herlegheitin "fjárhagsaðstoð" og nefna lögin "Námslán og námsstyrkir" án þess að hika samkvæmt skilgreiningunni: "Vegna endurgreiðslureglna eru námslán að hluta til styrkir." Kallarnir virðast engan veginn hafa gert sér grein fyrir afleiðingum verðtryggingarinnar fyrir námsmanninn sjálfan að námi loknu og gera í reiknilíkani hikstalaust ráð fyrir að eftirstöðvar minnki með árunum (!).

Aðaláhyggjuefnið er rekstrargrundvöllur Lánasjóðs og því fjúka tímamörk endurgreiðslna næst. Í skýringum við hinar ýmsu lagagreinar núgildandi laga um námslán nr. 21/1992 kemur þetta enda skýrt fram: "Tilgangur þeirra breytinga, sem felast í frumvarpi þessu, er fyrst og fremst að treysta fjárhagslega stöðu Lánasjóðsins til frambúðar og draga úr þeirri byrði sem ríkissjóður hefur af sjóðnum. Hinn mikilvægi stuðningur þjóðfélagsins við menntun verður áfram verulegur. Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr en áður enda verður framtíð sjóðsins ekki tryggð með öðrum hætti án aukinna ríkisframlaga."

Námslán eru verðtryggður yfirdráttur

Námslánin eru verðtryggð og endurgreiðslutíminn óendanlegur

Afsökunin fyrir verðtryggingunni 

Hefur stjórnvaldið enn vanþóknun námsmönnum?


mbl.is „Ekki stúdentum bjóðandi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir námsmenn (á Íslandi) eru aumingjar og gleypa því verðtrygginguna hráa.

Ég þakka guði fyrir það að geta þegið óverðtryggð sænsk námslán á 2% föstum vöxtum þar sem ég þarf aðeins að greiða til baka 2/3 hluta lánsins þar sem 1/3 hluti þess er skattfrjáls styrkur!

Jón (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:07

2 identicon

Jón, maður er þá væntanlega ekki aumingi ef maður flýr til Svíþjóðar til að forðast verðtrygginguna?

Bjarni (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Ef það þarf stór orð til að vekja til umhugsunar um hlutskipti námsmanna... 

Með verðtryggingu námslána er námsmönnum mismunað stórlega EFTIR NÁM !

Kaldhæðni fyrri ríkisstjórna er algjör.

GRÆNA LOPPAN, 12.6.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband