Að berja á þeim sem reyna...

Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að skilja þá aðför sem gerð er að viðskiptaráðherra í bloggheimum.

Heldur fólk virkilega að þetta sé leiðin? Ástandið er ekki gott, það vita allir, en þessi aðferð leysir ekkert og er ekki neinum til sóma.

Ég lýsi hér með stuðningi við þann blóraböggul sem menn hafa fundið sér.


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem partur af yfirvaldinu verður hann að skylja að á meðan hann talar máli auðvaldsins er hann með þeim í liði. Á meðan hann hagar sér svona þá stendur hann í vegi fyrir alvöru umbótum. Alvöru umbætur koma frá okkur fólkinu, en Gylfi er að reyna að bæla þessa andspyrnu niður.

Það er ekki sanngjarnt að 11 millj. kr. lán sé greitt með um 100 millj. kr. (sjá auglýsingu BYR í fréttablaðinu) og nú ætlar almenningur að spyrna á móti. Gylfi er fyrir og þess vegna fær hann þessa útreið. Vilji Gylfi ekki fá á sig drullu þá á hann að halda sig frá svínunum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Ástandið er ekki ráðherranum að kenna.

GRÆNA LOPPAN, 4.5.2009 kl. 23:19

3 identicon

Nei, ástandið er ekki ráðherranum að kenna. Það er bankastofnunum, kerfinu sem dafnar bara á stöðugum vexti, blekktum, hræddum og trúblindum almenningi. Ráðherran getur engu breytt, raunverulegar breytingar hafa aldrei komið frá stjórnvöldum og ég ætlast ekki til þess að það fari að gerast núna. Ráðherrann getur gripið til milljón aðgerða, en hann bara talar máli auðvaldsins og bælir aðgerðir fólksin. Fólkið getur gripið til einna aðgerða: þeirra sömu og konu sem er föst í hjónabandi þar sem kallinn lemur hana, að skilja sig frá því sem lemur hana, eða í okkar tilfelli, að skilja okkur frá kerfinu sem arðrænir okkur. Af milljón aðgerðum ráðherrans mun engin virka fyrir fólkið, aðeins auðvaldið sem svo geta ráðið hvort allmenningur njóti eða ekki. Af einni aðgerð sem fólkið hefur er hún dæmt til að virka (nema að auðvöld nái að blekkja okkur enn einu sinni). Enginn er að grafa sér neina holu með því að neita að borga arðræningjunum það sem er okkar. Ekki þá nema fyrir arðræningjana sjálfa. Að hneygja sig fyrir kúgurunum er undirgefni af verstu sort, að borga bönkunum og taka orðum þeirra sem lögum er slík undirgefni. Orð ráðherrans eru orð bankanna. Þetta er ekki ráðherranum að kenna, en byltinginn verður svo sannarlega ekki honum að þakka. Hann er að tefja fyrir raunverulegum umbótum og losa á þrýsting fyrir auðvaldið og fyrir það fær hann skammir.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Það fer alltaf um mig þegar notað er orðið "fólkið" sem afsökun fyrir einhverju... Hvað viltu? Anarkisma?

GRÆNA LOPPAN, 5.5.2009 kl. 13:38

5 identicon

Frekar anarkisma en auðræði. Frekar anarkisma en að nokkrir útvaldir taki 90 millj. af 10 millj. króna láni. Hvaða orð viltu svo að ég noti í stað „fólkið“? Hvað með „lýðurinn“, „neytendur“ eða „skríllinn“, eða kannski „þegnarnir“? Ég held að öll orð nema „fólkið“ séu villandi að því leiti að þau skilgreina manneskjur sem eitthvað annað en þær eru.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:43

6 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mig grunaði það (anarkismann). Verður fólkið þá hamingjusamara?

GRÆNA LOPPAN, 5.5.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband