Í landi erlendra álfyrirtækja...

... og íslenskra leppa.

Í níu manna iðnaðarnefnd eru þrír sjálfstæðismenn, þrír úr Samfylkingu, einn úr Framsókn, einn úr Frjálslyndum og einn vinstri grænn. 

Hvað má standa í stjórnarskrá Íslands samkvæmt Century Aluminum varðandi náttúruauðlindir Íslands ? Erlend álfyrirtækin eru beðin um að veita umsögn um auðlindagreinina nýju í stjórnarskrá Íslands...  Hagsmunaaðilar þvælast fyrir þjóðarhagsmunum.

Nefndarálitum minnihluta og meirihluta iðnaðarnefndar um heimild til samninga um álver í Helguvík hefur verið útbýtt á Alþingi. Sjá nánar feril máls.

Samkvæmt síðustu gerð stjórnskipunarlaganna er 1. greinin, sem er ný grein er varðar náttúruauðlindir Íslands, svohljóðandi :

    "Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.
    Allar náttúruauðlindir ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.
     Allir eiga rétt til umhverfis sem stuðlar að heilbrigði og þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Réttur almennings til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það, svo og kostur á þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið, skal tryggður með lögum.
"

- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl) :

Við 1. grein. Greinin orðist svo:
"Öll verðmæti í sjó, á sjávarbotni og undir honum innan efnahagslögsögu eru þjóðareign, svo og þjóðlendur, námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi. Aðeins er heimilt er að ráðstafa verðmætum skv. 1. mgr. til afnota tímabundið og gegn gjaldi samkvæmt nánari ákvörðun í lögum. Sala þeirra eða önnur ráðstöfun er óheimil. Eignarrétti á íslenskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Tryggja ber landsmönnum öllum rétt til umgengni og útivistar í landinu."

Sjá ennfremur: Helguvík

Nefndarálit minnihluta iðnaðarnefndar varðandi Helguvík (pdf-skjal).


mbl.is Alfarið á móti álverssamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband