Aðferðir Landsvirkjunar mútulegar

Ekki til fyrirmyndar og spurning hvað Landsvirkjun haldi að hún sé.

Að kaupa sér ímynd með stuðningi við önnur ríkisfyrirtæki og helst sem flest menningarverkefni, er eitthvað sem ætti ekki að fara - frá ríkinu - í gegnum Landsvirkjun. Ríkið ætti sjálft að styðja betur við ríkisstofnanir og/eða menningarstarfsemi. Ekki hefur söfnum eða háskólum látið sér detta í hug að styrkja Landsvirkjun til þriggja ára...

Að kaupa sér skipulag og bjóða gull og græna skóga heitir á venjulegu máli mútur og miðar að því að þagga niður alla andstöðu við fyrirætlanir fyrirtækisins. Hagsmunaaðilinn veður uppi með ríkispeninga að vopni.

Fagna ber áliti umboðsmanns Alþingis sem tekur loks á alræmdum aðferðum forstjórans og hans manna.


mbl.is Ráðuneyti sinnti ekki rannsóknarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband