Að axla ábyrgð og biðja þjóðina afsökunar

Hvernig væri að hann segði af sér sjálfur? Þá stæli hann senunni og léki aðalhlutverk í eigin leikriti. Hann samdi það jú sérstaklega fyrir sig í Seðlabankanum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og varamaður í bankaráði Seðlabanka sagði af sér 9. október 2008.

Yfirlýsing Sigríðar :

"Undanfarin ár, mánuði, vikur og daga hafa verið gerð alvarleg mistök í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands ber mikla ábyrgð á þeim mistökum. Nú er svo komið að íslenska hagkerfið er að hruni komið og munum við Íslendingar þurfa að byggja það upp á komandi árum og færa gríðarlegar fórnir. Til að sem bestur friður náist um það uppbyggingarstarf sem framundan er tel ég mikilvægt að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans. Það er mitt álit að til að svo geti orðið verði að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands. Ég hvet því bankastjóra Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar. Sjálf mun ég tilkynna forseta Alþingis afsögn mína úr bankaráði Seðlabanka Íslands þegar í kvöld. Ég bið þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað mína [fyrr]."

Jón Sigurðsson hagfræðingur og varaformaður bankaráðs Seðlabanka sagði af sér 26. janúar 2009.

Af því tilefni er haft eftir honum á mbl.is :

"Ég tel að það hafi aldrei verið jafnbrýnt að endurvekja traust á þessum tveimur mikilvægu stofnunum fjármálakerfisins, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu."
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þau tvö höfðu samvisku. Það er eitthvað sem seint verður klínt á DO.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband